Hesteyri 2 · 550 Sauðárkókur · Sími: 455 9200 · Fax: 455 9299
» Fréttir
20. júlí 2015 - 13:00
Ert þú búinn að uppfæra í Windows 10?

Á næstu dögum og vikum mun Microsoft koma með spennandi uppfærslu á Windows stýrikerfinu.


Meðal nýjunga eru:

    Start hnappurinn kemur aftur
    Stýrikerfið er hraðara en nokkru sinni
    Öruggasta Windows stýrikerfið frá upphafi
    Microsoft Edge vefrápari með fullt af nýjungum
    Meiri tenging við Office sem verður Office 2016
    Xbox leikir í Windows
    Ný öpp f. myndir, tónlist, kort, póst ofl. með tengingu við OneDrive
    Betri tenging á milli mismunandi tækja notanda
    Windows Hello öryggiskerfi


Hvernig á að uppfæra?

Windows 10 verður dreift í gegnum netið frá 29. júlí eftir ákveðnu skipulagi en segja má að flestir geti uppfært frá byrjun ágúst. Aðeins mun takmarkað magn tölva fá uppfærsluna í júlí (sem hafa sérstaklega óskað eftir því). Uppfærslan er ókeypis fyrir helstu Windows kerfi til 29. júlí 2016. Það tekur Microsoft einhvern tíma að senda öllum uppfærslu enda eru þeir að uppfæra um 500 milljón tölvur.

Þær Windows útgáfur sem geta uppfærst í gegnum netið (Windows update) eru Windows 7 SP1 og Windows 8.1 SP14. Notendur þessara kerfa verða fyrst að uppfæra í viðkomandi service pakka áður en Windows 10 fer inn ásamt því að uppfæra bios ofl.

Til þess að fá uppfærsluna þarf að hafa “Windows Update” virkt og birtist þá Windows merki (Get Windows App) í hægra horni tölvunnar þegar uppfærslan er klár. Þá þarf að fara inn og skrá sig fyrir uppfærslu. Henni verður svo hlaðið niður þegar hún er tilbúin (um 3GB) og tölvan lætur þig svo vita hvenær hún getur uppfærst. Það eina sem þú þarft að gera er að taka afrit af gögnum (eins og venjulega). Uppfærslan sjálf tekur frá 20-60 mínútur.

Við ráðleggjum fyrirtækjanotendum að ráðfæra sig við tölvuumsjón áður en uppfærslan er sett inn svo að allt verði í lagi með helstu kerfi fyrirtækisins. Notendur Windows Home útgáfa sem vilja fara í PRO verða að kaupa uppfærslu.

Hvaða kerfi uppfærast í Windows 10?

   Windows 7 Starter, Windows 7 Home Basic og Windows 7 Home Premium verða Windows 10 Home
   Windows 7 Professional og Windows 7 Ultimate verða Windows 10 Pro
   Windows Phone 8.15 verður Windows 10 Mobile
   Windows 8.1 verður Windows 10 Home
   Windows 8.1 Pro og Windows 8.1 Pro for Students verður Windows 10 Pro

Þess má geta að Windows Media Center dettur út við uppfærsluna og þarf því annan hugbúnað til þess að skoða t.d DVD myndir. Leikirnir í Windows 7 sem sumum finnast ómissandi hverfa og þarf að sækja sérstaklega undir “Microsoft Solitaire Collection” og “Microsoft Minesweeper” í Microsoft store.

Ef þú ert með virka vírusvörn þá mun Windows 10 uppfæra hana og enduruppsetja. Ef áskriftin er ekki virk setur Windows upp Windows Defender. Við mælum með því að nota Microsoft kenni til þess að skrá sig inn og taka afrit inn á OneDrive skýið.


Lágmarkskröfur fyrir Windows 10 eru mjög hóflegar:

    1GHz örgjörvi
    2GB minni
    20GB diskapláss
    Skjákort sem styður Direct X 9 eða hærra.
    Skjár: 800×600 að lágmarki

Viltu læra meira um hvernig á að nota ‪Windows 10‬? Tékkaðu á þessu myndbandi: http://msft.it/6015B1VxR

Einngi er hérna síða sem vert er að skoða hjá Microsoft: http://blogs.windows.com/launch/

« Til baka

© 2019 · Tengill ehf. · Hesteyri 2 · 550 Sauðárkrókur · Sími: 455 9200 · Fax: 455 9299 · tengill[hja]tengillehf.is