Fréttir

Öskudagur 2014

Mikið húllum hæ var í gær hér í Kjarnanum, þegar hinar ýmsu verur komu og sungu hátt og dátt.

Mörg börn komu og kíktu á okkur, teknar voru myndir, prentaðar út og allir fengu sitt eintak og að sjálfsögðu sælgæti, vakti þetta mikla lukku hjá börnunum og fóru þau sæl og glöð út, með bros á vör.

Hér má sjá myndir dagsins.

Einnig er hægt að sjá myndirnar á Facebook síðu Tengils.

Enn eru nokkrar ósóttar myndir. Hægt er að vitja þeirra í afgreiðslu Tengils.