Fréttir

Superfish – Skref til að fjarlægja hugbúnaðinn úr tölvum

Hvað er Superfish?

Superfish er hugbúnaður sem Lenovo setti inn á einstaklingsvélar á tímabilinu september 2014 til janúar 2015. Markmiðið með innleiðingu á búnaðinum var að auðga netverslun notenda, en hann byggir á mynd- og innihaldsgreiningu. Superfish skráir hins vegar enga notkun eða fylgist með notanda á nokkurn hátt.

Því miður hefur komið í ljós að hugbúnaðurinn veikir öryggi SSL vottorða og getur mögulega veitt óviðkomandi aðgang að tölvu notanda. Við mælum eindregið með því að fjarlægja þennan hugbúnað af viðkomandi vélum.

Er búnaðinn eingöngu að finna á einstaklingsvélum?

Já, hann er að finna á takmarkörkuðum fjölda IdeaPad og IdeaTab einstaklingsvéla en ekki ThinkPad eða ThinkCentre fyrirtækjavélum. Við leggjum ríka áherslu á að hafa upp á þeim vélum sem hugsanlega hafa yfir Superfish að ráða.

Listi yfir vélar fluttar inn af Nýherja á áðurnefndu tímabili og eru hugsanlega með Superfish:
G Series: G50-30
Y Series: Y50-70
Z Series: Z50-70
Flex Series: Flex2 14, Flex2 15
YOGA Series: YOGA2Pro-13, YOGA2-13

Hvernig get ég fundið Superfish ef ég á umrædda tölvu?

Farðu á þessa síðu og ef þú færð YES á skjáinn fylgdu þá leiðbeiningum um hvernig eyða má búnaðinum út. Annars er óþarfi að bregðast frekar við.

Hvernig get ég tekið Superfish út úr tölvunni?

Hér eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að taka Superfish úr tölvum.

Leiðbeiningar á íslensku.
Leiðbeiningar á ensku.

Ef slíkar leiðbeiningar duga ekki er hægt að hafa samband í síma 455 9200.

Við erum tilbúin að aðstoða viðskiptavini eins og kostur er.

Einnig hefur Lenovo komið með tól til sem hægt er að nota til að fjarlægja Superfish ásamt öllum vottorðum.
Sjá nánar um það hér.

Starfsfólk Tengils ehf.