Fréttir

Um Superfish á nokkrum gerðum fartölva frá Lenovo

Í framhaldi af umræðu um auglýsingahugbúnaðinn Superfish á fartölvum frá Lenovo viljum við koma eftirfarandi á framfæri:

Lenovo setti hugbúnaðinn á einstaklingsvélar sem framleiddar voru á tímabilinu september 2014 til janúar 2015. Þessi hugbúnaður átti að auðga netverslun notenda og var byggður á mynd- og innihaldsgreiningu. Hann skráir enga notkun eða fylgist með notanda á nokkurn hátt.

Hins vegar hefur komið í ljós að hugbúnaðurinn veikir öryggi SSL vottorða og getur mögulega veitt óviðkomandi aðgang að tölvu notanda og mælum við eindregið með því að fjarlægja þennan hugbúnað af viðkomandi vélum.

Þess ber að geta að þetta á eingöngu við um takmarkaðann fjölda IdeaPad og IdeaTab neytendavéla en ekki ThinkPad eða ThinkCentre fyrirtækjavélar.

Leiðbeiningar á ensku um hvernig finna á hugbúnaðinn og fjarlægja hann:

Einnig er hægt að opna þessa síðu til þess að athuga hvort hann sé til staðar:

Hér er listi yfir vélar fluttar voru inn af Nýherja sem eru hugsanlega með Superfish hugbúnaðinn en þær þurfa þó að vera framleiddar á áðurnefndu tímabili:

  • G Series: G50-30
  • Y Series: Y50-70
  • Z Series: Z50-70
  • Flex Series: Flex2 14, Flex2 15
  • YOGA Series: YOGA2Pro-13, YOGA2-13