Um okkur

Rafmögnuð saga

Tengill ehf. var stofnaður 1. September 1987 og starfsemin þá sem og nú, alhliða rafverktakavinna.

Í fyrstu var húsakosturinn smár í fyrstu, kjallarinn í Villa Nova . Um vorið 1988 var flutt í eigið húsnæði að Aðalgötu 26 140 fermetra klakstöðvarhús, sem var endurbyggt og standsett fyrir þetta nýja hlutverk. Á miðju ári 1990 varð enn að stækka og þá keypt 300 fermetra húsnæði í Borgartúni 1. Árið 1992 fluttist svo fyrirtækið að Aðalgötu 24 og var því húsnæði breytt í rafmagnsverkstæði, starfsmenn á þessum tíma voru 7 þar af 4 rafvirkjameistarar, 1 lærlingur, 1 lagermaður og 1 skrifstofustúlka í hálfu starfi.

Á árinu 2005 var stofnuð Tölvudeild undir merkjum fyrirtækisins, var megin markmið hennar að þjónusta einstaklinga og fyrirtæki á Sauðárkróki. Við þetta unnu tveir menn fram til ársins 2007. Þá stækkaði þessi deild með tilkomu verkefna á borð við Fjölnet og Mílu sem Tengill þjónustar. Strax í byrjun árs voru starfsmenn tölvudeildarinnar 12 þar af tveir á Hvammstanga. Tölvudeildin var til húsa á Borgarflöt 8.

Í lok árs 2009 fluttist Tengill undir sama þak að Kjarnanum við Hesteyri 2 á Sauðárkók en tölvuverslun fyrirtækisins tók forskot á sæluna og var flutt inn sumarið 2009.

Með nýja húsnæðinu breyttist umtalsvert hjá fyrirtækinu, því ansi þröngt var orðið í gömlu húsunum og má í raun segja að starfsemin hafi sprengt utan af sér í þeim. Við hönnun nýja hússins var gert ráð fyrir fyrsta flokks rafmagnsverkstæði.

Tengill ehf. þjónustar mörg fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga í sambandi við viðhaldsvinnu, nýlagnir, kælivélaþjónustu, heimilistæki, raflagnir í bátum, bílum, landbúnaðartækjum, ljósleiðaratengingum, tölvuviðgerðir og margt fleira.

Nú starfa hjá fyrirtækinu yfir tæplega 70 manns.

Nokkrar myndir úr starfsseminni