Þjónusta

Við tengjum Ísland

Tengill ehf. hefur í rúma þrjá áratugi þjónustað breiðan hóp viðskiptavina við fjölbreytt og krefjandi verkefni. Hvort sem um er að ræða viðhaldsvinnu, uppsetningar öryggiskerfa, kælivélaþjónustu, ljósleiðaratengingar, raflagnir eða tölvuviðgerðir hafa hinir tæplega 70 starfsmenn Tengils lausnirnar ætíð á reiðum höndum.

Tengill er með fimm starfsstöðvar víða um land sem gerir fyrirtækinu kleift að bjóða öllum viðskiptavinum þess upp á persónulega og faglega þjónustu, sama hvort þeir eru fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar. Þannig höfum við tryggt hin einföldu einkunnarorð fyrirtækisins í rúmlega 30 ár: Tengill – við tengjum Ísland.

Spennandi starfssemi

Hjá Tengli ehf. starfa tæplega 70 sérfræðingar með víðtæka reynslu og þekkingu á öllu sem viðkemur fjarskiptatækni og rafiðnaði. Þeir sinna margvíslegum verkefnum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og veita viðskiptavinum alhliða þjónustu um allt land.

Hvort sem viðfangsefnið er stórt eða smátt, þá eru starfsmenn Tengils með lausnina.

Tengill út um allt

Tengill ehf. rekur í dag fimm starfsstöðvar. Fjórar þeirra eru á Norðurlandi: á Sauðárkróki, Blönduósi, Hvammstanga og Akureyri. Fimmta starfsstöðin er í Reykjavík. Tvær síðastnefndu starfsstöðvarnar voru opnaðar að ósk viðskiptavina, enda er Tengill ávallt tilbúinn að hlusta á tillögur sem gera starfsemi fyrirtækisins enn betri.

Starfsstöðvarnar fimm gera starfsmönnum Tengils kleift að aðstoða viðskiptavini víðsvegar á landinu og veita þeim öllum sömu faglegu þjónustuna.

Nokkrar myndir úr starfsseminni