Tengill ehf hefur innleitt jafnlaunakerfi en meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Með þessari vottun er Tengill ehf að framfylgja lögum um jafnlaunavottun sem byggist á Jafnlaunastaðli ÍST 85:2012.
Með innleiðingu staðalsins geta fyrirtæki og stofnanir komið sér upp stjórnunarkerfi sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.
Jafnlaunavottuninni er ætlað að framfylgja gildandi lögum sem leggja bann við því að konum og körlum séu greidd mismunandi laun fyrir sömu eða jafn verðmæt störf nema slíkt sé unnt að réttlæta með málefnalegum ástæðum.
Er það gert í þeim tilgangi að innleiða verklag sem tryggir öllum starfsmönnum jöfn laun fyrir sömu og/eða jafnverðmæt störf. Ennfremur tryggir það að ákvarðanir um laun og önnur kjör byggi ávallt á málefnalegum sjónarmiðum og fyrirbyggi þannig beinan og óbeinan launamun kynjanna.