Fréttir

Tengill ehf. framúrskarandi fyrirtæki 2019

Tengill ehf. hefur hlotið útnefningu sem framúrskarandi fyrirtæki að mati Creditinfo árið 2019.

Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangur. Greining Creditinfo á Framúrskarandi fyrirtækjum er nú unnin í tíunda sinn og eru Framúrskarandi fyrirtæki 2019 um 2% íslenskra fyrirtækja. Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa. Það er því eftirsóknarvert að komast á lista Framúrskarandi fyrirtækja og njóta þannig aukins trausts.

Til að komast í hóp framúrskarandi fyrirtækja þurfa fyrirtækin að standast styrk- og stöðugleikamat Creditinfo og uppfylla meðal annarra eftirfarandi kröfur.

  • Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1, 2 eða 3
  • Ársniðurstaða var jákvæð rekstrarárin 2016–2018
  • Eiginfjárhlutfall var a.m.k. 20% rekstrarárin 2016–2018
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) var jákvæður rekstrarárin 2016–2018
  • Rekstrartekjur voru a.m.k. 50 milljónir króna rekstrarárin 2017 og 2018
  • Eignir voru a.m.k. 100 milljónir krónar rekstrarárin 2017 og 2018 og a.m.k. 90 milljónir króna rekstrarárið 2016