Fréttir

Umhverfisdagar Skagafjarðar 2020

Umhverfisdagar Skagafjarðar eru haldnir núna dagana 15-16. maí og eru íbúar, fyrirtæki og félagasamtök hvött til að taka höndum saman og tína rusl, taka til og fegra til í sínu nærumhverfi og umfram allt, njóta umhverfissins eins og kemur fram í frétt á vefsíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Settur hefur verið skemmtilegur áskorendaleikur á milli fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka þar sem aðilar fara út og tína rusl í kringum sig, setja mynd af sér á samfélagsmiðlana og skora á önnur fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök um að gera slíkt hið sama.

Skoraði því Sveitarfélagið Skagafjörður á okkur í tilefni umhverfisdaganana og skelltu því sér nokkrir vaskir starfsmenn í göngutúr og plokkuðu í nærumhverfinu.

Tengill ehf. skoraði á FISK Seafood og Sauðárkróksbakarí Sauðárkrókur að gera slíkt hið sama.

#umhverfisdagar20