Fréttir

Jakob Þór Guðmundsson sjötugur.

Þann 1. apríl sl. varð Jakob Þór Guðmundsson sjötugur og um mánaðamótin apríl/maí hætti hann störfum hjá Tengli ehf.

Jakob hefur starfað frá 2011 hjá Tengli og hefur því starfað í tæp 10 ár á starfstöð Tengils á Blönduósi.

Starfsfólk Tengils óskar Jakob til hamingju með afmælið og þakkir fyrir frábær störf og gott samstarf.